Innlent

Íslenskar konur mælast þær hæstu í heiminum

Íslenskar konur mælast þær hæstu í heiminum samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var á vegum OECD og náði til 30 þjóða. Hollenskir karlar slá íslenskum körlum við hvað hæðina varðar.

Af öðrum niðurstöðum má nefna að Frakkar éta mest og sofa mest allra þjóða. Danir eru hamingjusamastir allra en Tyrkir eru minnst ánægðir með sitt hlutskipti í lífinu.

Og þá má nefna að ítalskir karlar hafa 80 mínútur meira á degi hverjum en konurnar til að slappa af og skemmta sér. Ítalskar konur á móti standa hlutfallslega mest fyrir framan eldavélina.

Þegar Japanir eru ekki að vinna nota þeir 55% af frítíma sínum fyrir framan sjónvarpið. Til samanburðar nota Nýsjálendingar aðeins 25% af sínum frítíma í sjónvarpsgláp.

Þá kemur í ljós að Írar eru þjóða líklegastir til að tilkynna um glæpi en Spánverjar eru gera minnst þjóða af slíku.

Bresk ungmenni eru þau drykkfelldustu í heimi en 15 ára austurrískir unglingar eru mestu notendur tóbaks í sínum aldursflokki.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×