Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur verið frábær skemmtun.
Boston náði í nótt 3-2 forystu í einvíginu og getur klárað dæmið í Chicago annað kvöld.
Sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld klukkan 23:00 og ef sá leikur verður eitthvað í takt við það sem á undan er gengið í einvíginu, má reikna með hörkuleik.
Aðeins einn af fimm leikjum liðanna hefur unnist með öruggum hætti, en hinir hafa boðið upp á rafmagnaða spennu þar sem fjórum sinnum hefur verið framlengt.
Í kvöld verður fimmti leikur Atlanta Hawks og Miami Heat sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á miðnætti og annað kvöld sýnir stöðin beint frá sjötta leik Portland og Houston klukkan 01:30.