Verðlaunaverkefni Íslendings léttir hjartveikum lífið Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 7. júlí 2009 16:47 Önundur Jónasson og danski samnemandinn Jesper Lønne halda á nýja mítralhringnum á milli sín. Lokaverkefni Önundar Jónassonar, 28 ára véltæknifræðings úr Ingeniorhojskolen í Árósum, mun vonandi létta fjölda hjartveikra lífið. Hann þróaði ásamt dönskum samnemanda sínum nýja gerð mítralhrings, sem kemur verulega að gagni þegar hjartavefur deyr og skipta þarf um hluta hjartans. Önundur útskrifaðist með b.s. gráðu síðastliðinn laugardag með hæstu mögulegu einkunn. Auk þess hlaut hann ásamt félaga sínum verðlaun frá samtökunum Dansk Ingenior Service, en þau verðlauna framúrskarandi lokaverkefni á sviði tækni- og verkfræði árlega. Verðlaunin voru að upphæð 25 þúsund krónur danskar, eða 600 þúsund íslenskar. Einn af forstjórum Danske bank á meðal annars sæti í dómnefndinni. Við mat dómnefndarinnar er ekki síst litið til þeirra viðskiptalegu tækifæra sem í hugmyndinni felast. Hæstánægður með árangurinn „Ég held að það sé ekki hægt að óska sér neins betra, þetta er frábær endir á náminu og vonandi jafngóð byrjun á því næsta," segir Önundur í samtali við fréttastofu, en hann kemur til með að hefja mastersnám við Reyst í orkufræði næsta haust. Honum fannst sérstaklega gaman að vinna að hinum örsmáa hring, því yfirleitt eru viðfangsefni véltæknifræðinga talsvert stærri um sig. Byltingarkennd hugmynd Eldri gerðir mítralhringsins eru gerðar úr málmi sem hætta er á að brotni eftir ákveðinn tíma. Því þurfa sjúklingarnir oft að gangast undir margar aðgerðir til að skipta um mítralhringinn. Hin nýja plastútgáfa er hinsvegar bæði endingarbetri og miklum mun ódýrari, að því er Önundur segir í samtali við fréttastofu. Það þarf því ekki að undra að danskir fjölmiðlar hafa veitt hugmyndinni athygli. Næsta skref í þróun hringsins eru svokallaðar in vivo prófanir, það er prufur á lifandi dýrum. Þá verður hringurinn prófaður á svínum og hefst framleiðsla í kjölfarið ef niðurstöðurnar eru jákvæðar. Verkefnið unnu þeir félagar í samstarfi við Skejby sygehus, sem er háskólasjúkrahús í Árósum og meðal stærstu spítala Evrópu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Lokaverkefni Önundar Jónassonar, 28 ára véltæknifræðings úr Ingeniorhojskolen í Árósum, mun vonandi létta fjölda hjartveikra lífið. Hann þróaði ásamt dönskum samnemanda sínum nýja gerð mítralhrings, sem kemur verulega að gagni þegar hjartavefur deyr og skipta þarf um hluta hjartans. Önundur útskrifaðist með b.s. gráðu síðastliðinn laugardag með hæstu mögulegu einkunn. Auk þess hlaut hann ásamt félaga sínum verðlaun frá samtökunum Dansk Ingenior Service, en þau verðlauna framúrskarandi lokaverkefni á sviði tækni- og verkfræði árlega. Verðlaunin voru að upphæð 25 þúsund krónur danskar, eða 600 þúsund íslenskar. Einn af forstjórum Danske bank á meðal annars sæti í dómnefndinni. Við mat dómnefndarinnar er ekki síst litið til þeirra viðskiptalegu tækifæra sem í hugmyndinni felast. Hæstánægður með árangurinn „Ég held að það sé ekki hægt að óska sér neins betra, þetta er frábær endir á náminu og vonandi jafngóð byrjun á því næsta," segir Önundur í samtali við fréttastofu, en hann kemur til með að hefja mastersnám við Reyst í orkufræði næsta haust. Honum fannst sérstaklega gaman að vinna að hinum örsmáa hring, því yfirleitt eru viðfangsefni véltæknifræðinga talsvert stærri um sig. Byltingarkennd hugmynd Eldri gerðir mítralhringsins eru gerðar úr málmi sem hætta er á að brotni eftir ákveðinn tíma. Því þurfa sjúklingarnir oft að gangast undir margar aðgerðir til að skipta um mítralhringinn. Hin nýja plastútgáfa er hinsvegar bæði endingarbetri og miklum mun ódýrari, að því er Önundur segir í samtali við fréttastofu. Það þarf því ekki að undra að danskir fjölmiðlar hafa veitt hugmyndinni athygli. Næsta skref í þróun hringsins eru svokallaðar in vivo prófanir, það er prufur á lifandi dýrum. Þá verður hringurinn prófaður á svínum og hefst framleiðsla í kjölfarið ef niðurstöðurnar eru jákvæðar. Verkefnið unnu þeir félagar í samstarfi við Skejby sygehus, sem er háskólasjúkrahús í Árósum og meðal stærstu spítala Evrópu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira