Gylfi býst við lausn á vanda heimilanna fyrir lok mánaðarins Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. september 2009 16:13 Gylfi Magnússon ætlar að klára tillögurnar fyrir lok mánaðarins. Mynd/ Anton. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vonast til að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót. „Ég er svona hóflega bjartsýnn á að það takist. Þetta gæti jafnvel komið fyrir mánaðamótin," segir Gylfi. Hann bendir þó á að ekkert sé fast í hendi ennþá. Tillögurnar hafi fyrst og fremst verið unnar á forræði þriggja ráðuneyta, það er viðskiptaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis. Gylfi segist að talsverðu leyti geta tekið undir svokallaða LÍN hugmynd Þórólfs Matthíassonar um að tengja greiðslur af lánum við laun. Óvíst sé þó hvort það verði sú leið sem verði ofan á. „Það er auðvitað þannig að skuldavandi heimilanna er kannski fyrst og fremst kominn fram vegna þess að raunlaun hafa lækkað verulega en lánin staðið í stað og jafnvel hækkað. Eðlileg viðbrögð við því gætu verið að lækka greiðslubyrði, allavega til skamms tíma. Síðan þegar tekjur vaxa almennt í þjóðfélaginu að þá muni afborganir vaxa aftur. Það er að segja þegar við erum komin í gegnum skaflinn og búin að ná vopnum okkar aftur og fólk væntanlega fyrr eða síðar komið með meiri tekjur en það hafði fyrir hrun," segir Gylfi. Þessa grunnhugsun geti hann tekið undir. Hann óttast hins vegar að með það að tengja greiðslur við tekjur hvers einstaklings gæti verið vinnuletjandi og hvatt til svartrar vinnustarfsemi. Svarið gæti verið það að tengja endurgreiðslur við almenna launaþróun í landinu en ekki laun hvers og eins einstaklings, líkt og gert er núna með greiðslujöfnunarúrræðum. Þá greiði fólk ekki samkvæmt upphaflegum lánsskilmálum heldur verði greiðslur lækkaðar talsvert og síðan tengdar svokallaðri greiðslujöfnunarvísitölu. Slíkar greiðslur fari fyrst og fremst eftir þróun raunlauna en jafnframt atvinnustigi. „Þannig að þá fara greiðslurnar eftir því hversu vel árar á vinnumarkaði. Á meðan það er samdráttur þar þá haldast þær lágar og þegar betur árar þá fara þær hækkandi," segir Gylfi. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vonast til að vera með fullmótaðar tillögur til lausna á skuldavanda heimilanna þegar þing kemur saman um næstu mánaðamót. „Ég er svona hóflega bjartsýnn á að það takist. Þetta gæti jafnvel komið fyrir mánaðamótin," segir Gylfi. Hann bendir þó á að ekkert sé fast í hendi ennþá. Tillögurnar hafi fyrst og fremst verið unnar á forræði þriggja ráðuneyta, það er viðskiptaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis. Gylfi segist að talsverðu leyti geta tekið undir svokallaða LÍN hugmynd Þórólfs Matthíassonar um að tengja greiðslur af lánum við laun. Óvíst sé þó hvort það verði sú leið sem verði ofan á. „Það er auðvitað þannig að skuldavandi heimilanna er kannski fyrst og fremst kominn fram vegna þess að raunlaun hafa lækkað verulega en lánin staðið í stað og jafnvel hækkað. Eðlileg viðbrögð við því gætu verið að lækka greiðslubyrði, allavega til skamms tíma. Síðan þegar tekjur vaxa almennt í þjóðfélaginu að þá muni afborganir vaxa aftur. Það er að segja þegar við erum komin í gegnum skaflinn og búin að ná vopnum okkar aftur og fólk væntanlega fyrr eða síðar komið með meiri tekjur en það hafði fyrir hrun," segir Gylfi. Þessa grunnhugsun geti hann tekið undir. Hann óttast hins vegar að með það að tengja greiðslur við tekjur hvers einstaklings gæti verið vinnuletjandi og hvatt til svartrar vinnustarfsemi. Svarið gæti verið það að tengja endurgreiðslur við almenna launaþróun í landinu en ekki laun hvers og eins einstaklings, líkt og gert er núna með greiðslujöfnunarúrræðum. Þá greiði fólk ekki samkvæmt upphaflegum lánsskilmálum heldur verði greiðslur lækkaðar talsvert og síðan tengdar svokallaðri greiðslujöfnunarvísitölu. Slíkar greiðslur fari fyrst og fremst eftir þróun raunlauna en jafnframt atvinnustigi. „Þannig að þá fara greiðslurnar eftir því hversu vel árar á vinnumarkaði. Á meðan það er samdráttur þar þá haldast þær lágar og þegar betur árar þá fara þær hækkandi," segir Gylfi.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira