Viðskipti innlent

27 alþjóðlegir bankar í mál vegna Spron

Tuttugu og sjö stórir alþjóðlegir bankar hafa nú hafið skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Sparisjóði Reykjavíkur. Stjórnendur bankanna eru ósáttir við að ríkið hafi yfirtekið rekstur Spron og vilja fá viðurkennda skaðabótaskyldu. Telja þeir að yfirtakan hafi valdið þeim óþarfa tjóni þar sem samningar um lánalengingar voru þegar í gangi til að bjarga bankanum frá þroti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×