Glitnir nær samkomulagi um dótturfélagið í Lúxemborg 6. mars 2009 11:43 Skilanefnd Glitnis og Seðlabanki Lúxemborgar hafa undirritað samning um hvernig staðið skuli að uppgjöri skulda vegna dótturfélags Glitnis í Lúxemborg. Seðlabankinn í Lúxemborg er hluti af neti Seðlabanka Evrópu. Í tilkynningu um málið segir að samningaviðræður hafa staðið yfir frá því að starfsemi dótturfélags Glitnis í Lúxemborg stöðvaðist í byrjun október og félagið fór í greiðslustöðvun. Með þessum samningi hefur tekist að afstýra því að dótturfélag Glitnis í Lúxemborg, verði tekið til gjaldþrotaskipta en þess í stað fer félagið í skipulagða slitameðferð undir forræði skilanefndar. Með samningnum hefur tekist að verja mikilvæga hagsmuni Glitnis og viðskiptavina hans og fær bankinn allt að fimm ára svigrúm til að hámarka virði eigna sinna í Lúxemborg og til uppgreiðslu skulda hjá Seðlabankanum. Þá er tryggt með samningnum að lánasöfn, sem lögð voru fram sem tryggingar fyrir fjármögnun hjá Seðlabanka Lúxemborgar og innihalda meðal annars lánasamninga íslenskra viðskiptavina Glitnis, verði áfram í umsýslu skilanefndar Glitnis. Umsamið er að andvirði fasteignalánasafns í eigu dótturfélagsins í Lúxemborg verði nýtt til greiðslu skuldarinnar hjá Seðlabankanum en lánasafnið er með veðum í atvinnu- og íbúðahúsnæði á Norðurlöndum, í Bretlandi og í Þýskalandi. Meginþorri starfseminnar í Lúxemborg hefur verið lánastarfsemi til fasteignafélaga í Evrópu en aðeins lítill hluti starfseminnar hefur verið þjónusta við íslensk fyrirtæki og einstaklinga. Áætlun um uppgjör við kröfuhafa hefur verið send öllum kröfuhöfum og mun atkvæðagreiðsla um áætlunina fara fram 16. mars næst komandi. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að aðrir kröfuhafar en Seðlabankinn fá fullnustu sinna krafna strax og því er þessi samningur grunn forsenda þess að hægt sé að ljúka málum dótturfélags Glitnis í Lúxemborg með farsælum hætti. Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir að allar innistæður viðskiptavina verði greiddar út á næstunni. Á sama tíma er eytt ákveðinni óvissu gagnvart starfsmönnum bankans því umsamin starfskjör og réttindi starfsmanna í Lúxemborg verða tryggð á uppsagnartíma en svo hefði ekki verið ef til gjaldþrots hefði komið. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis fagnar því að tekist hefur að setja mál bankans í Lúxemborg í farveg sem góð sátt ríkir um. „Og sem gefur okkur svigrúm til að vinna að úrlausn þessara flóknu mála á þann hátt sem tryggir best hagsmuni allra aðila," segir hann. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skilanefnd Glitnis og Seðlabanki Lúxemborgar hafa undirritað samning um hvernig staðið skuli að uppgjöri skulda vegna dótturfélags Glitnis í Lúxemborg. Seðlabankinn í Lúxemborg er hluti af neti Seðlabanka Evrópu. Í tilkynningu um málið segir að samningaviðræður hafa staðið yfir frá því að starfsemi dótturfélags Glitnis í Lúxemborg stöðvaðist í byrjun október og félagið fór í greiðslustöðvun. Með þessum samningi hefur tekist að afstýra því að dótturfélag Glitnis í Lúxemborg, verði tekið til gjaldþrotaskipta en þess í stað fer félagið í skipulagða slitameðferð undir forræði skilanefndar. Með samningnum hefur tekist að verja mikilvæga hagsmuni Glitnis og viðskiptavina hans og fær bankinn allt að fimm ára svigrúm til að hámarka virði eigna sinna í Lúxemborg og til uppgreiðslu skulda hjá Seðlabankanum. Þá er tryggt með samningnum að lánasöfn, sem lögð voru fram sem tryggingar fyrir fjármögnun hjá Seðlabanka Lúxemborgar og innihalda meðal annars lánasamninga íslenskra viðskiptavina Glitnis, verði áfram í umsýslu skilanefndar Glitnis. Umsamið er að andvirði fasteignalánasafns í eigu dótturfélagsins í Lúxemborg verði nýtt til greiðslu skuldarinnar hjá Seðlabankanum en lánasafnið er með veðum í atvinnu- og íbúðahúsnæði á Norðurlöndum, í Bretlandi og í Þýskalandi. Meginþorri starfseminnar í Lúxemborg hefur verið lánastarfsemi til fasteignafélaga í Evrópu en aðeins lítill hluti starfseminnar hefur verið þjónusta við íslensk fyrirtæki og einstaklinga. Áætlun um uppgjör við kröfuhafa hefur verið send öllum kröfuhöfum og mun atkvæðagreiðsla um áætlunina fara fram 16. mars næst komandi. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að aðrir kröfuhafar en Seðlabankinn fá fullnustu sinna krafna strax og því er þessi samningur grunn forsenda þess að hægt sé að ljúka málum dótturfélags Glitnis í Lúxemborg með farsælum hætti. Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir að allar innistæður viðskiptavina verði greiddar út á næstunni. Á sama tíma er eytt ákveðinni óvissu gagnvart starfsmönnum bankans því umsamin starfskjör og réttindi starfsmanna í Lúxemborg verða tryggð á uppsagnartíma en svo hefði ekki verið ef til gjaldþrots hefði komið. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis fagnar því að tekist hefur að setja mál bankans í Lúxemborg í farveg sem góð sátt ríkir um. „Og sem gefur okkur svigrúm til að vinna að úrlausn þessara flóknu mála á þann hátt sem tryggir best hagsmuni allra aðila," segir hann.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira