Vantar fleiri grunnskóla? Sigríður Pétursdóttir og Hermann Valsson skrifar 28. ágúst 2009 06:00 Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkur samþykkti þann 26. ágúst sl. leyfi til reksturs Menntaskólans ehf., nýs einkarekins grunnskóla í Reykjavík. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í menntaráði greiddi atkvæði gegn leyfisveitingunni. Afstaða VG endurspeglast í þeirri bókun sem lögð var fram við afgreiðslu málsins. Í ljósi núverandi aðstæðna í efnahagslífinu, þar sem grunnskólar borgarinnar hafa fengið fyrirmæli um að skera niður ýmsa þætti í rekstri sínum og gæta ýtrasta aðhalds, er óhugsandi og raunar óréttlætanlegt með öllu að borgaryfirvöld skuli áforma að leggja fé til reksturs nýs einkaskóla. Það fé sem færi úr borgarsjóði til skólans myndi að sama skapi skerða fjárframlög til grunnskóla borgarinnar. Við þessar kringumstæður, og einnig í ljósi þess að börnum fer fækkandi í grunnskólum borgarinnar, er það ekki góð nýting á skattfé almennings að greiða fyrir stofnun nýs skóla fyrir börn fólks sem hefur fé aflögu til að greiða skólagjöld. Nýr sjálfstætt rekinn skóli er ekki það sem fjölskyldurnar í borginni þurfa mest á að halda. Talsvert vantar upp á að meðferð þessa máls geti talist ásættanleg. Það er unnið á allt of miklum hraða. Skólanámskrá er ekki fullunnin, t.d. liggja áfangamarkmið ekki fyrir auk þess sem ekki er gerð grein fyrir hvernig skólinn hyggst mæta þörfum nemenda með sérþarfir. Margt í stefnu skólans er áhugavert, en ekki virðist vera um að ræða nýjungar sem ekki eru þegar til staðar í opinberum grunnskólum. Ekki er verjandi að slá af faglegum kröfum til skólastarfs í borginni, þótt fyrirhugaðir rekstraraðilar geti haldið á lofti nafnalistum þjóðkunnra einstaklinga sem velunnara verkefnisins. Vinstri hreyfingin - grænt framboð áréttar þá stefnu flokksins að grunnþjónusta á borð við grunnskóla borgarinnar eigi að vera rekin á samfélagslegum grunni, svo öll börn fái notið sem bestrar menntunar óháð efnahag foreldra. Sigríður Pétursdóttir er fulltrúi VG í menntaráði. Hermann Valsson er varaborgarfulltrúi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkur samþykkti þann 26. ágúst sl. leyfi til reksturs Menntaskólans ehf., nýs einkarekins grunnskóla í Reykjavík. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í menntaráði greiddi atkvæði gegn leyfisveitingunni. Afstaða VG endurspeglast í þeirri bókun sem lögð var fram við afgreiðslu málsins. Í ljósi núverandi aðstæðna í efnahagslífinu, þar sem grunnskólar borgarinnar hafa fengið fyrirmæli um að skera niður ýmsa þætti í rekstri sínum og gæta ýtrasta aðhalds, er óhugsandi og raunar óréttlætanlegt með öllu að borgaryfirvöld skuli áforma að leggja fé til reksturs nýs einkaskóla. Það fé sem færi úr borgarsjóði til skólans myndi að sama skapi skerða fjárframlög til grunnskóla borgarinnar. Við þessar kringumstæður, og einnig í ljósi þess að börnum fer fækkandi í grunnskólum borgarinnar, er það ekki góð nýting á skattfé almennings að greiða fyrir stofnun nýs skóla fyrir börn fólks sem hefur fé aflögu til að greiða skólagjöld. Nýr sjálfstætt rekinn skóli er ekki það sem fjölskyldurnar í borginni þurfa mest á að halda. Talsvert vantar upp á að meðferð þessa máls geti talist ásættanleg. Það er unnið á allt of miklum hraða. Skólanámskrá er ekki fullunnin, t.d. liggja áfangamarkmið ekki fyrir auk þess sem ekki er gerð grein fyrir hvernig skólinn hyggst mæta þörfum nemenda með sérþarfir. Margt í stefnu skólans er áhugavert, en ekki virðist vera um að ræða nýjungar sem ekki eru þegar til staðar í opinberum grunnskólum. Ekki er verjandi að slá af faglegum kröfum til skólastarfs í borginni, þótt fyrirhugaðir rekstraraðilar geti haldið á lofti nafnalistum þjóðkunnra einstaklinga sem velunnara verkefnisins. Vinstri hreyfingin - grænt framboð áréttar þá stefnu flokksins að grunnþjónusta á borð við grunnskóla borgarinnar eigi að vera rekin á samfélagslegum grunni, svo öll börn fái notið sem bestrar menntunar óháð efnahag foreldra. Sigríður Pétursdóttir er fulltrúi VG í menntaráði. Hermann Valsson er varaborgarfulltrúi VG.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar