Viðskipti innlent

SFO hefur rannsakað íslensku bankana í fleiri mánuði

Breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) eða Serious Fraud Office hefur rannsakað starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi í fleiri mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um samstarf SFO og embættis sérstaks saksóknara.

Eins og fram hefur komið í frétt hér á síðunni eru menn frá SFO nú á leið til landsins m.a. til að rannsaka sérstakleg tengsl Exista og Kaupþings við íþróttavöruverslanakeðjuna JJB Sports. Keðjan, og fyrrum forstjóri hennar, er í rannsókn hjá SFO og breska samkeppniseftirlitinu.

Er JJB Sports ásökuð um að hafa, í samvinnu við Sports Direct, misnotað ráðandi stöðu sína til verðsamráðs, markaðsmisnotkunnar og einokunnar á breska íþróttavörumarkaðinum.

Fyrirsögnin á umfjöllun Financial Times ber yfirskriftina Íslenskar bankalöggur mynda náið samband, og þar er fjallað um fund Ólafs Haukssonar sérstaks saksóknara og Evu Joly með Richard Alderman forstjóra SFO í London fyrir helgina.

Fram kemur að mestu púðri í rannsókn SFO á íslensku bönkunum hafi hingað til verið eytt í Kaupþing, Sá banki hafi lánað eigendum sínum miklar fjárhæðir oftast án lítilla eða engra veða.

Haft er eftir talsmanni SFO að fleiri fundir séu áformaðir þar sem upplýsingum verður miðlað. Jafnframt verða sérfræðingar á sviði rannsókna og gagnasöfnunar sendir til Íslands á næstunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×