Erlent

Seldi fimm ára dóttur sína í kynlífsánauð - stúlkunnar leitað

Antoinette Nicole Davis seldi barnið sitt í kynlífsánauð.
Antoinette Nicole Davis seldi barnið sitt í kynlífsánauð.

Hin tuttugu og fimm ára gamla Antoinette Nicole Davis hefur verið handtekinn og ákærð fyrir að selja fimm ára gamla dóttur sína í hendurnar á karlmanni vitandi að barnið yrði selt í kynlífsánauð. Davis, sem er frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, seldi dóttur sína í hendurnar á manni sem heitir Mario McNeill í síðustu viku. Hún tilkynnti lögreglunni um hvarf stúlkunnar tveimur dögum síðar.

Lögregluna grunaði móðurina, sem er ólétt af sínu öðru barni, um græsku. Hún viðurkenndi svo að hafa selt dóttur sína í hendurnar á manni en bandaríska alríkislögreglan grunar að hún hafi verið seld í hendurnar á barnaklámshring.

Davis býr í hjólhýsahverfi í Norður-Karólínu og neitar að aðstoða yfirvöld.

Lögreglumenn gátu borið kennsl á karlmann sem tók við stúlkunni með aðstoð öryggismyndavéla. Hann hefur gefið sig fram og játað barnsrán.

Stúlkunnar er hinsvegar enn leitað í gríðarlega umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar.

Faðir stúlkunnar, Bradley Lockhart, var með fullt forræði yfir barninu í ljósi þess að Antoinette Nicole Davis á við alvarlegan áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Hann leyfði stúlkunni að dvelja hjá móður sinni í þrjár vikur. Það var eftir að Davis var búinn að vera edrú í hálft ár og var kominn með vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×