Erlent

Ræður Obama frá því að auka við herliðið í Afganistan

Sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl hefur skrifað Bandaríkjaforseta bréf þar sem lagst er gegn því að auka við liðssöfnuð bandaríska hersins í Afganistan. Bréfinu hefur verið lekið til fjölmiðla en sendiherrann, Karl Eikenberry lýsir einnig efasemdum sínum um að Hamid Karzai forseti landsins og ríkisstjórn hans séu hæf til starfans.

Bréfið kemur á sama tíma og hart er tekist á um stefnu Bandaríkjanna í Afganistan en Barack Obama forseti á enn eftir að taka ákvörðun um hvort fjölga eigi í herliðinu. Ráðgjafar hans úr hernum hafa lagt hart að honum að fjölga hermönnum þar til muna til þess að vinna bug á Talíbönum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×