Stúdentaráð blekkir stúdenta 29. maí 2009 05:00 Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar