Að ætla að fella niður 20% af skuldum almennings, flatt á línuna er eins og að fara á rjúpnaveiðar með fallbyssu, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Gylfi gagnrýnir hugmyndir Tryggva Þórs Herbertssonar, hagfræðings og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, um skuldaniðurfellingar harðlega.
Gylfi segir hins vegar að skuldir þeirra sem eigi í verulegum vandræðum verði felldar niður og tvö frumvörp séu í þinginu um það. Hann segir hins vegar flata niðurfellingu á línuna vera allt of dýra aðferð og allt of ómarkvissa.
Tryggvi og Gylfi tókust á um málið í Íslandi í dag. Tryggi Þór vill að 20% af skuldum fólks verði niðurfelldar. Hann sakar stjórnvöld um að þagga niður hugmynd sína og segir það vera skrýtið að ekki megi ræða hana. Hann segir meðal annars að fjármálaráðherra hafi ráðist að sér persónulega fyrir það að hafa reifað hugmyndina.
Gylfi segir hins vegar að hugmyndin um flata niðurskurð gangi ekki upp. Íbúðalánasjóður yrði gjaldþrota ef farið yrði að hugmyndinni. Þetta yrði verulegt áfall fyrir lífeyrissjóðina en stærsta áfallið yrði að bankarnir myndu tapa svo miklu fé að ríkissjóður myndi eiga erfitt með að halda þeim á floti.
Hugmynd Tryggva er eins og að fara á rjúpnaveiðar með fallbyssu
Mest lesið

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent


Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent


Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent