Viðskipti innlent

Staða Sparisjóðabankans var óviðunandi að mati SÍ

Í bréfi sem Seðlabanki Íslands (SÍ) sendi til Fjármálaeftirlitsins (FME) þann 21. mars var rætt um neikvæða eiginfjárstöðu bankans og óviðunandi lausafjárstöðu.

Í bréfinu kemur fram að Sparisjóðabankinn hafi undanfarnar vikur ítrekað þurft að grípa til trygginga í stórgreiðslukerfinu til að eiga nægt lausafé í lok dags.

Segir ennfremur að að vegna lausafjárskorts hafi bankinn að hluta til nýtt sér veð í eigu sparisjóðanna.

Í niðurlagi bréfsins segir að það sé mat SÍ að staða Sparisjóðabankans sé óviðunandi og geti auk þess haft neikvæð keðjuverkandi áhrif á önnu fjármálafyrirtæki, ekki síst þar sem bankinn er greiðslubanki fyrir sparisjóðina í landinu.

Fjallað er um bréfið og innihald þess í tilkynningu um ákvörðun FME um að ráðstafa eignum og skuldum Sparisjóðabankans. Þar segir einnig að eiginfjárstaða bankans hafi verði undir lögbundnum mörkum frá lokum október s.l. haust.

Bankanum hafi verið veittir ítrekaðir frestir til að lagfæra þetta en án árangurs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×