Viðskipti innlent

Allar innistæður í SPRON komar til Nýja Kaupþings

Samkvæmt tilmælum frá stjórnvöldum hafa allar innstæður viðskiptavina SPRON færst yfir til Nýja Kaupþings.

 

Í tilkynningu segir að Nýi Kaupþing banki vill því koma eftirfarandi á framfæri við viðskiptavini SPRON.

 

Innlánsreikningar SPRON hafa færst yfir til Nýja Kaupþings. Allar innstæður eru tryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkistjórnarinnar. Debet-og kreditkort viðskiptavina SPRON virka. Viðskiptavinir SPRON hafa aðgengi að netbanka SPRON næstu daga en þeir fá jafnframt aðgengi að netbanka Kaupþings á www.kaupthing.is

 

Viðskiptavinir SPRON geta snúið sér til næsta útbús Nýja Kaupþings eða hringt í þjónustuver í síma 444-7000 með spurningar sem lúta að innlánum og kortum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×