Viðskipti innlent

Atvinnulausir orðnir 17.300 talsins

Atvinnulausum á landinu heldur áfram að fjölga með miklum hraða. Atvinnulausir eru nú orðnir 17.306 talsins samkvæmt tölum Vinnumálastofnunnar.

Af þessum fjölda eru 11.975 karlar og 6.331 konur. Atvinnulausir eru fjölmennastir á höfuðborgarsvæðinu eða 11.572 talsins. Fæstir eru þeir á Vestfjörðum eða 127 talsins.

Samkvæmt þessum tölum er atvinnuleysið komið vel yfir 10% en hafa verður þann fyrirvara á þeirri tölu að margir sem skráðir eru atvinnulausir halda enn hluta af störfum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×