Erlent

Gera ráð fyrir að almenn bólusetning geti hafist í síðari hluta nóvember

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bólusetning gengur betur en gert hafði verið ráð fyrir. Mynd/ AFP
Bólusetning gengur betur en gert hafði verið ráð fyrir. Mynd/ AFP
Horfur eru á að unnt verði að hefja almenna bólusetningu við svínaflensunni fyrr en gert var áður ráð fyrir, það er að segja í síðari hluta nóvember í stað desember. Ástæðan er sú að meira berst af bóluefni til landsins næstu daga og vikur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum.

Nú er búið að bólusetja yfir 20 þúsund af alls um 75 þúsund manns sem miðað er við að séu í skilgreindum forgangshópum bólusetningar samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Sóttvarnarlæknir segir að fari svo sem horfi verði lokið að mestu við að bólusetja fólk í þessum forgangshópum um miðjan nóvember, þ.e.a.s. starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, öryggisþjónustu og lykilhlutverkum af ýmsu tagi í opinberri stjórnsýslu, og sjúklinga með „undirliggjandi sjúkdóma".

Sóttvarnarlæknir segir að engar fréttir hafi borist af alvarlegum aukaverkunum bólusetningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×