Íslenskar eignir Moderna aftur í hendur íslenskra eigenda 3. mars 2009 09:25 Moderna Finance AB, dótturfélag Milestone ehf. í Svíþjóð, hefur undirritað samninga um sölu á skaðatryggingafélaginu Moderna Forsäkringar og sjóðstýringarfyrirtækinu Aktie-Ansvar. Þá stefnir félagið að því að selja líftryggingafélagið Moderna Liv og bankann Banque Invik. Jafnframt verða íslenskar eignir félagsins, en það eru félögin Sjóvá, Askar Capital og Avant, seldar til Milestone og komast þar með aftur í eigu íslenskra aðila. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á rekstur íslensku félaganna. Í tilkynningu um málið segir að salan á eignum Moderna Finance sé gerð í samráði við skilanefnd Glitnis sem er stærsti lánardrottinn Milestone. Með sölu á eignum Moderna Finance er horfið frá áformum um fjárhagslega endurskipulagningu sænsku Moderna samstæðunnar, sem eigendur félagsins og skilanefnd Glitnis hafa unnið að undanfarnar vikur. Endurskipulagningin, sem miðaði að því að verja hagsmuni kröfuhafa, gerði m.a. ráð fyrir að Glitnir leggði félögunum til nýtt fé til endurfjármögnunar lána. Stöðugt versnandi aðstæður á mörkuðum og verulegt vantraust sænskra aðila gagnvart íslensku eignarhaldi varð hins vegar til þess að áætlanir náðu ekki fram að ganga og því mun Glitnir ekki leggja sænsku félögunum til nýtt fé. Það er sameiginlegt mat skilanefndar Glitnis og stjórnenda Milestone að við núverandi aðstæður sé íslenskum hagsmunum best borgið með því að selja erlendar eignir Moderna samstæðunnar og að innlendar eignir verði færðar aftur undir móðurfélagið á Íslandi. Áætlað söluverð erlendra eigna Moderna samstæðunnar er mun lægra en vonir stóðu til að fjárhagsleg endurskipulagning og sala eigna á síðari stigum myndi skila. Forsvarsmenn Milestone munu á næstu vikum vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samvinnu við helstu lánardrottna sína. Skilanefnd Glitnis og stjórnendur Milestone hafa unnið ötullega saman að því á undanförnum mánuðum að tryggja hagsmuni kröfuhafa sem best. Í ljósi þessa eru það ákveðin vonbrigði að þær áætlanir, sem mikil vinna hefur verið lögð í, nái ekki fram að ganga. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Moderna Finance AB, dótturfélag Milestone ehf. í Svíþjóð, hefur undirritað samninga um sölu á skaðatryggingafélaginu Moderna Forsäkringar og sjóðstýringarfyrirtækinu Aktie-Ansvar. Þá stefnir félagið að því að selja líftryggingafélagið Moderna Liv og bankann Banque Invik. Jafnframt verða íslenskar eignir félagsins, en það eru félögin Sjóvá, Askar Capital og Avant, seldar til Milestone og komast þar með aftur í eigu íslenskra aðila. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á rekstur íslensku félaganna. Í tilkynningu um málið segir að salan á eignum Moderna Finance sé gerð í samráði við skilanefnd Glitnis sem er stærsti lánardrottinn Milestone. Með sölu á eignum Moderna Finance er horfið frá áformum um fjárhagslega endurskipulagningu sænsku Moderna samstæðunnar, sem eigendur félagsins og skilanefnd Glitnis hafa unnið að undanfarnar vikur. Endurskipulagningin, sem miðaði að því að verja hagsmuni kröfuhafa, gerði m.a. ráð fyrir að Glitnir leggði félögunum til nýtt fé til endurfjármögnunar lána. Stöðugt versnandi aðstæður á mörkuðum og verulegt vantraust sænskra aðila gagnvart íslensku eignarhaldi varð hins vegar til þess að áætlanir náðu ekki fram að ganga og því mun Glitnir ekki leggja sænsku félögunum til nýtt fé. Það er sameiginlegt mat skilanefndar Glitnis og stjórnenda Milestone að við núverandi aðstæður sé íslenskum hagsmunum best borgið með því að selja erlendar eignir Moderna samstæðunnar og að innlendar eignir verði færðar aftur undir móðurfélagið á Íslandi. Áætlað söluverð erlendra eigna Moderna samstæðunnar er mun lægra en vonir stóðu til að fjárhagsleg endurskipulagning og sala eigna á síðari stigum myndi skila. Forsvarsmenn Milestone munu á næstu vikum vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samvinnu við helstu lánardrottna sína. Skilanefnd Glitnis og stjórnendur Milestone hafa unnið ötullega saman að því á undanförnum mánuðum að tryggja hagsmuni kröfuhafa sem best. Í ljósi þessa eru það ákveðin vonbrigði að þær áætlanir, sem mikil vinna hefur verið lögð í, nái ekki fram að ganga.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira