Viðskipti innlent

Hansa vill fá framlengingu á greiðslustöðvun

Hansa, eignarhaldsfélag West Ham í ensku úrvalsdeildinni, mun fara fram á að greiðslustöðvun félagsins verði framlengd. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur n.k. föstudag.

Bloomberg fréttaveitan fjallar um málið í dag og þar er rætt við Ásgeir Friðgeirsson varaformann stjórnar Hansa. Ásgeir segir að þeir eigi í samningaviðræðum við lánadrottna félagsins.

„Hansa trúir því að árangur liðsins sýni að nauðsynlegt er að stöðugleiki ríki áfram í rekstrinum," segir Ásgeir og bendir á að frá því í desember hafi West Ham klifrað upp stigatöflu úrvalsdeildarinnar frá þrettánda sæti og í það sjöunda.

Eins og fram kom í fréttum á sínum tíma Þegar Hansa fékk greiðslustöðvun í desember s.l. var MP banki, einn helsti kröfuhafinn, mótfallinn henni.

Margeir Pétursson stjórnarformaður MP banka segir aðspurður í samtali við Fréttastofu, um hvort framlengingunni verði mótmælt, að hann vilji ekki tjá sig um málið að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×