Viðskipti innlent

46 milljarðar gufuðu upp úr vasa Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson stimplaði sig í annað sinn inn í íslenskt viðskiptalíf með kaupum á eignarhlut í Landsbanka Íslands árið 2002. Þegar bankinn féll gufuðu 46 milljarðar úr vasa Björgólfs. Þá fór keðjuverkun af stað sem teygir anga sína um allt íslenskt viðskiptalíf og einnig út fyrir landssteinana. Við gjaldþrot Samson eignarhaldsfélags yfirtóku erlendir kröfuhafar Novator Properties.

Tvær aðrar mikilvægar eignir Björgólfs voru stórir hlutar í Icelandic Group og Eimskipum, en þeir eignahlutar eru orðnir að engu.

Eins og flestum er kunnugt um var Björgólfur einnig ráðandi eigandi í Árvakri, sem varð gjaldþrota og er nú komið í hendur annarra aðila.

Þá er Björgólfur ásamt syni sínum Björgólfi Thor stærsti hluthafinn í Straumi. Verðmæti þeirrar eignar hefur fallið um tæp 80% frá bankahruninu.

Sú eign Björgólfs Guðmundssonar sem er með hvað mestu lífsmarki er knattspyrnufélagið West Ham. Félagið er til sölu og erfitt að spá fyrir um hvað fæst fyrir það. Það dugir þó skammt upp í tap vegna annarra eigna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×