Handbolti

Aron var búinn að skora fyrsta markið fyrir Kiel eftir eina mínútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson byrjaði vel með Kiel en þarf tíma til þess að komast inn í hlutina.
Aron Pálmarsson byrjaði vel með Kiel en þarf tíma til þess að komast inn í hlutina. Mynd/Valli

Aron Pálmarsson lék sinn fyrsta leik með þýska liðinu Kiel í æfingaleik á móti sameiginlegu liði Kreisen Lauenburg og Stormarn. Aron skoraði tvö mörk í 42-13 sigri þýsku meistaranna.

Aron kom inn á á 15. mínútu leiksins og það tók hann aðeins eina mínútu að komast á blað. Honum er hrósað fyrir óeigingjarnt spil á heimasíðu Kiel. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segist í viðtalið við heimasíðuna ætla að gefa Aroni tíma til að komast inn í hlutina.

„Aron er nýkominn til okkar eftir HM unglinga og hann þarf allavega tvo mánuði til að komast almennilega inn í þetta hjá okkur," sagði Alfreð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×