Bankastjórnin vildi lækkun nú Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2009 06:00 Á kynningu fyrir sérfræðinga og blaðamenn í gær Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á kynningu á efnahagsstærðum og -horfum, sem haldin var í gær fyrir sérfræðinga greiningardeilda og fjölmiðla. Ekki varð af reglubundnum fundi bankastjórnarinnar þar sem vaxtaákvörðun er kynnt. Fréttablaðið/GVA Bankastjórn Seðlabanka Íslands kveðst þeirrar skoðunar að nú hafi verið tímabært að lækka stýrivexti og sú afstaða hafi verið kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). „Framkvæmdastjóri hans hvatti hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum að sinni meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum,“ segir í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar sem gefin var út í gær. Vextir eru því óbreyttir í 18 prósentum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vísar fulltrúi AGS þó fremur til þess að vaxtalækkun þurfi að gerast samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Hagfræðisvið Seðlabankans er á sama máli og kveður um leið mikilvægt að horfa til raunstýrivaxta í landinu, sem séu nálægt núlli þar sem vaxtastigið sé nær jafnhátt verðbólgunni. Verðbólga sé nærri hámarki og komi til með að lækka hratt. Við það færist raunstýrivextir nær þeim hæðum sem þurfi til að styðja við gengi krónunnar um leið og gjaldeyrishöftum verði létt af í þrepum. Ummæli bankastjórnar Seðlabankans um aðdraganda vaxtaákvörðunarinnar hafa vakið athygli. Greining Glitnis þau „vægast sagt óvenjuleg“ og vandséð hvaða tilgangi þau þjóni til útskýringa á ákvörðun bankans, enda sé hún á endanum á ábyrgð bankastjórnarinnar. „Ummælin hafa þegar vakið furðu erlendis og þykja til þess fallin að draga úr trúverðugleika þeirrar efnahagsáætlunar sem unnið er eftir af stjórnvöldum og AGS,“ segir á vef Glitnis. Þá fullyrðir Beat Siegenthaler, sérfræðingur TD Securities í London í daglegu fréttabréfi að bankastjórn Seðlabankans hafi verið ein um að vilja lækkun. Hagfræðingar bankans hafi verið sammála mati AGS um að halda þeim óbreyttum. „Segja má að við höfum góðar fréttir og slæmar. Þær slæmu eru að verðbólgan hefur aukist verulega, en þær góðu að hún hefur aukist minna en við spáðum,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, en hann kynnti efnahags- og verðbólguspá bankans í gær. Önnur frávik frá fyrri spá séu að atvinnuleysi hafi hins vegar aukist mun hraðar en ráð var fyrir gert og gengi krónunnar reynst veikara en búist var við. Verðbólga nái hámarki í þessum mánuði eða næsta og gæti farið upp í 19 prósent, eða um fjórum prósentum minna en spáð var í nóvember. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er einnig bent á að krónan hafi styrkst hægar en Seðlabankinn vænti, þrátt fyrir verulegan vöruskiptaafgang síðustu mánuðina, skilaskyldu á gjaldeyri og höft á fjármagnshreyfingum. „Ástæður þessa kunna að vera ýmsar. Meðal annars má nefna að greiðslufrestir hafa styst hjá innflutningsfyrirtækjum en lengst hjá útflutningsfyrirtækjum. Viðskiptakjör hafa versnað eins og áður segir og erfiðleikar fara vaxandi í markaðslöndum Íslands í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir. Einnig kann birgðasöfnun útflutningsfyrirtækja að hafa haft nokkuð um þessa þróun að segja.“ Öll efni eru þó sögð standa til áframhaldandi styrkingar krónunnar á næstu misserum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands kveðst þeirrar skoðunar að nú hafi verið tímabært að lækka stýrivexti og sú afstaða hafi verið kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). „Framkvæmdastjóri hans hvatti hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum að sinni meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum,“ segir í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar sem gefin var út í gær. Vextir eru því óbreyttir í 18 prósentum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vísar fulltrúi AGS þó fremur til þess að vaxtalækkun þurfi að gerast samhliða afnámi gjaldeyrishafta. Hagfræðisvið Seðlabankans er á sama máli og kveður um leið mikilvægt að horfa til raunstýrivaxta í landinu, sem séu nálægt núlli þar sem vaxtastigið sé nær jafnhátt verðbólgunni. Verðbólga sé nærri hámarki og komi til með að lækka hratt. Við það færist raunstýrivextir nær þeim hæðum sem þurfi til að styðja við gengi krónunnar um leið og gjaldeyrishöftum verði létt af í þrepum. Ummæli bankastjórnar Seðlabankans um aðdraganda vaxtaákvörðunarinnar hafa vakið athygli. Greining Glitnis þau „vægast sagt óvenjuleg“ og vandséð hvaða tilgangi þau þjóni til útskýringa á ákvörðun bankans, enda sé hún á endanum á ábyrgð bankastjórnarinnar. „Ummælin hafa þegar vakið furðu erlendis og þykja til þess fallin að draga úr trúverðugleika þeirrar efnahagsáætlunar sem unnið er eftir af stjórnvöldum og AGS,“ segir á vef Glitnis. Þá fullyrðir Beat Siegenthaler, sérfræðingur TD Securities í London í daglegu fréttabréfi að bankastjórn Seðlabankans hafi verið ein um að vilja lækkun. Hagfræðingar bankans hafi verið sammála mati AGS um að halda þeim óbreyttum. „Segja má að við höfum góðar fréttir og slæmar. Þær slæmu eru að verðbólgan hefur aukist verulega, en þær góðu að hún hefur aukist minna en við spáðum,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, en hann kynnti efnahags- og verðbólguspá bankans í gær. Önnur frávik frá fyrri spá séu að atvinnuleysi hafi hins vegar aukist mun hraðar en ráð var fyrir gert og gengi krónunnar reynst veikara en búist var við. Verðbólga nái hámarki í þessum mánuði eða næsta og gæti farið upp í 19 prósent, eða um fjórum prósentum minna en spáð var í nóvember. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er einnig bent á að krónan hafi styrkst hægar en Seðlabankinn vænti, þrátt fyrir verulegan vöruskiptaafgang síðustu mánuðina, skilaskyldu á gjaldeyri og höft á fjármagnshreyfingum. „Ástæður þessa kunna að vera ýmsar. Meðal annars má nefna að greiðslufrestir hafa styst hjá innflutningsfyrirtækjum en lengst hjá útflutningsfyrirtækjum. Viðskiptakjör hafa versnað eins og áður segir og erfiðleikar fara vaxandi í markaðslöndum Íslands í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir. Einnig kann birgðasöfnun útflutningsfyrirtækja að hafa haft nokkuð um þessa þróun að segja.“ Öll efni eru þó sögð standa til áframhaldandi styrkingar krónunnar á næstu misserum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira