Viðskipti innlent

SS greiðir hvorki arð né vexti

Stjórn Sláturfélags Suðurlands lagði til við aðalfund að hvorki yrði greiddur arður af B-deild stofnsjóðs né reiknaðir vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs. Var tillagan samþykkt en fundurinn var haldinn fyrir helgina.

Kosið var til stjórnar félagsins eftir og skipa hana Hallfreður Vilhjálmsson, formaður, Sigurlaug Jónsdóttir, varaformaður, Aðalsteinn Guðmundsson, ritari, Kristinn Jónsson og Guðmundur H. Davíðsson,

Í tilkynningu segir að laun stjórnar og skoðunarmanna voru ákveðin þannig að stjórnarformaður fær 968.000 kr. á ári. Meðstjórnendur fá 484.000 kr. og Skoðunarmenn 126.000 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×