Viðskipti innlent

Eignir lánafyrirtækja lækkuðu um 25 milljarða í febrúar

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.245 milljarða kr. í lok febrúar og lækkuðu um 25 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Útlán og eignarleigusamningar jukust um 94 milljarða kr. í mánuðinum og námu 1.082 milljarða kr.

Ástæða aukningarinnar er að eignir, sem áður voru flokkaðar undir kröfur á innlendar lánastofnanir, hafa verið fluttar í verðtryggð skuldabréf. Eigið fé nam 29 milljörðum kr. í febrúar og lækkaði um 1 milljarða kr. milli mánaða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×