Viðskipti innlent

Byr-stjórar með 75 milljónir í árslaun

Ragnar Zophanías Guðjónsson skilaði handónýtu búi en fékk samt rúmar þrjár milljónir á mánuði í laun frá Byr.
Ragnar Zophanías Guðjónsson skilaði handónýtu búi en fékk samt rúmar þrjár milljónir á mánuði í laun frá Byr.

Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, forstjórar Byrs á árinu 2008, fengu samtals um 75 milljónir í árslaun á árinu jafnvel þótt bankinn hafi tapað 29 milljörðum samkvæmt ársreikningi.

Ragnar fékk 37,3 milljónir í árslaun sem gera um 3,1 milljón á mánuði og Magnús Ægir, sem nú hefur látið af störfum, fékk 38,7 milljónir eða 3,2 milljónir á mánuði.

Þess má geta að Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka, var með 14,4 milljónir í laun á síðasta ári samkvæmt árskýrslu bankans. MP Banki skilaði, ólíkt Byr, rúmlega 800 milljóna króna hagnaði á síðasta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×