Viðskipti innlent

Vöruskipti hagstæð um 5,9 milljarða

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi.

Hagnaður á vöruskiptum fyrstu tvo mánuðina 2009 nam 6,3 milljörðum króna. Þá voru fluttar út vörur fyrir 65,9 milljarða króna en inn fyrir 59,6 milljarða króna. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin neikvæð um 35,9 milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×