Viðskipti innlent

Viðbrögðin vonum framar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Styrmir Þór Bragason segir að fólk hafi mikið spurst fyrir um nýja þjónustu MP Banka.
Styrmir Þór Bragason segir að fólk hafi mikið spurst fyrir um nýja þjónustu MP Banka.
Símtölum og tölvupóstum hefur rignt yfir starfsfólk MP Banka vegna kaupa bankans á netbanka og útibúaneti SPRON í gær. Fólk hefur jafnframt komið í bankann til að spyrjast fyrir. „Það var bara strax byrjað hérna við opnun, að þá byrjaði fólk að koma hérna inn," segir Styrmir Þór Bragason forstjóri MP Banka.

„Við erum í því ferli að ákveða hvaða starfsmenn verði teknir yfir. Þannig að við höfum verið að benda viðskiptavinum á það á að þegar við opnum, vonandi á mánudaginn, að þá geti þeir leitað til sinna þjónustufulltrúa, sem þeir voru vanir að vera í samskiptum við í SPRON, og fá þá alla aðstoð við að stofna til nýrra viðskipta og færa sig frá núverandi viðskiptabanka," segir Styrmir.

Hann telur að viðbrögð fólks við fréttunum af því að MP hafi ákveðið að taka yfir þessa starfsemi sé framar vonum. „Við erum að upplifa það að það er meðbyr með þessu máli," segir Styrmir. Hann er vongóður um að hægt verði að opna á mánudaginn en segir að það velti þó allt á hversu fljótt Fjármálaeftirlitið og Samkeppnisstofnun geti afgreitt málið af sinni hálfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×