Útibú Singer & Friedlander, banka Kaupþings á eyjunni Mön, verðu tekið til gjaldþrotaskipta eftir að innistæðueigendur höfnuðu samningi um endurgreiðslur á innistæðum sínum í kosningum í gær.
Samkvæmt samkomulaginu áttu 76% af innistæðueigendunum að fá allt sitt fé endurgreitt á næstu tveimur árum. Kosningaúrslitin þýða hinsvegar að allir fá innistæður sínar endurgreiddar frá innistæðutryggingarsjóði eyjarinnar upp að 50.000 punda hámarki.
Útibúinu verður skipt upp í næstu viku og hugsanlega fá innistæðueigendurnir eitthvað í viðbót við fyrrgreinda upphæð úr skiptunum að því er segir í frétt um málið á BBC.