Viðskipti innlent

Mikil aukning á heildarsölu skuldabréfa

Heildarsala skuldabréfa í apríl 2009 nam tæpum 19 milljörðum kr. samanborið við 12,4 milljarði kr. í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að sala í formi verðtryggðra skuldabréfa nam 1,6 milljarði kr. og 17,4 milljarðar kr. voru í formi óverðtryggðra skuldabréfa.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur veltan með skuldabréf stóraukist í kauphöllinni enda er hlutabréfamarkaðurinn verulega laskaður eftir bankahrunið s.l. haust. Raunar var sett veltumet í skuldabréfum fyrr í þessum mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×