Erlent

Framtalsskil í Bandaríkjunum í gær

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lokadagur til að gera skil á skattframtölum í Bandaríkjunum var í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði tækifærið og lýsti því yfir í ávarpi í Hvíta húsinu að hann myndi gera allt sem mögulegt væri til að létta skattbyrði þeirra sem mest þyrftu á því að halda. Þær ívilnanir yrðu þó að stjórnast af aga og fyrirhyggjusemi en auk þess þyrfti að einfalda skattalöggjöfina verulega þar sem stór hluti þjóðarinnar hreinlega skildi hana ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×