Erlent

Seðlum rigndi í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Skæðadrífa af peningaseðlum sveif um loftið á þjóðvegi nærri Ballerup í Danmörku í gær og neyddist lögregla til að loka veginum á meðan fénu var smalað saman. Þarna hafði maður rænt eitt útibúa Danske Bank í Ballerup og lagt svo á flótta. Lögreglu tókst að stöðva bíl hans á þjóðveginum og þegar maðurinn opnaði bílinn blés vindurinn inn í hann með þeim afleiðingum að fullur poki af peningaseðlum nánast tæmdist. Nokkrir vegfarendur aðstoðuðu lögreglu við að bjarga því sem bjargað varð af peningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×