Erlent

Stærstu lýðræðiskosningar heims

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indversk kona á kjörstað.
Indversk kona á kjörstað. MYND/AFP/Getty Images

Kosningar til indverska þingsins hófust í morgun og munu standa næsta mánuðinn. Kosningarnar fara fram í áföngum en rúmlega 700 milljónir manna eru á kjörskrá og er um stærstu lýðræðislegu kosningar heimsins að ræða. Aðalkosningabaráttan er milli Kongressflokksins, sem nú heldur um stjórnartaumana, og Janataflokksins, sem er flokkur þjóðernissinnaðra hindúa. Gert er ráð fyrir að úrslit kosninganna liggi fyrir um miðjan maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×