Viðskipti innlent

Ljóst að 3.200 störf hafa tapast í mannvirkjagerð

Fimmtungur þeirra sem voru án atvinnu í lok mars störfuðu áður við mannvirkjagerð eða samtals tæplega 3.500 manns. Áður en bankahrunið skall á í byrjun október var fjöldi atvinnulausra sem áður störfuðu við mannvirkjagerð rétt tæplega 200. Þannig er ljóst að 3.200 störf í mannvirkjagerð hafa tapast á undanförnum 6 mánuðum.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem nú vinna við mannvirkjagerð sé svipaður og var rétt eftir síðustu aldamót eða um 12.000 manns sem nemur um það bil 7,5% af heildarvinnuafli.

Þegar mest var á síðasta ári starfaði hinsvegar um það bil 11% af heildarvinnuafli við mannvirkjagerð eða tæplega 18.000 manns. Störfum í mannvirkjagerð fjölgaði mjög mikið frá árinu 2004 enda var mikið um fjárfestingu í mannvirkjunum á því tímabili og verðhækkanir á íbúðarhúsnæði miklar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×