Gengi krónunnar styrkist um 10% á aflandsmarkaði 30. september 2009 11:48 Undanfarið hefur króna styrkst gagnvart evru á aflandsmarkaði. Nemur styrkingin 10% frá því um miðjan ágúst. Á sama tíma hefur gengi krónu gefið eftir um tæplega 1% gagnvart evru á innlendum gjaldeyrismarkaði. Evran kostar nú u.þ.b. 200 kr. á fyrrnefnda markaðinum en tæplega 182 kr. á þeim síðarnefnda. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að munurinn nemur ríflega 10% og hefur hann ekki verið minni á þessu ári. Mestur var munurinn tæplega 95% í lok mars síðastliðins þegar evran kostaði 300 kr. á aflandsmarkaði en 154 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. Aflandsmarkaður með krónur er afar ógagnsær þar sem viðskiptin fara í mörgum tilfellum fram beint á milli kaupanda og seljanda. Þá heldur enginn einn aðili utan um heildarumfang viðskipta eða uppruna kaup- og sölutilboða. Þó má tína til ýmsa áhrifaþætti sem kunna að skýra styrkingu krónu þar undanfarið. Minnkandi áhættufælni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum kann að leika hér hlutverk eins og raunin var á innlendum gjaldeyrismarkaði fyrir innleiðingu gjaldeyrishaftanna. Þróun flestra helstu kvarða á áhættufælni gefur til kynna að talsvert hafi dregið úr ótta fjárfesta við áhættu undanfarna mánuði. Minni munur á gengi krónunnar á aflandsmarkaði og innlendum markaði dregur úr ábata þess að fara framhjá gjaldeyrishöftunum. Kann minni munur á þessum tveimur mörkuðum að skýra að hluta af hverju velta á innlendum markaði hefur aukist, krónan haldist nokkuð stöðug undanfarið og Seðlabankinn þurft minna að verja gengi krónunnar með inngripum en svo virðist sem september hafi verið umfangsminnsti mánuður ársins í inngripum á gjaldeyrismarkaði. Minni munur á innlendum gjaldeyrismarkaði og aflandsmarkaði ber einnig með sé að minni líkur séu á umtalsverðu gengisfalli við afnám gjaldeyrishafta en oft hefur gengi krónunnar á aflandsmarkaði verið talinn mælikvarði á hvert krónan myndi fara ef og þegar höft verða afnumin. Hvort gengi krónunnar myndi staldra þar við eftir flot skal ósagt látið en hins vegar má draga þá ályktun af þróun krónunnar á aflandsmarkaði að líkur á verulegu gengisfalli við afnám gjaldeyrishafta hafi minnkað undanfarið. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Undanfarið hefur króna styrkst gagnvart evru á aflandsmarkaði. Nemur styrkingin 10% frá því um miðjan ágúst. Á sama tíma hefur gengi krónu gefið eftir um tæplega 1% gagnvart evru á innlendum gjaldeyrismarkaði. Evran kostar nú u.þ.b. 200 kr. á fyrrnefnda markaðinum en tæplega 182 kr. á þeim síðarnefnda. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að munurinn nemur ríflega 10% og hefur hann ekki verið minni á þessu ári. Mestur var munurinn tæplega 95% í lok mars síðastliðins þegar evran kostaði 300 kr. á aflandsmarkaði en 154 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði. Aflandsmarkaður með krónur er afar ógagnsær þar sem viðskiptin fara í mörgum tilfellum fram beint á milli kaupanda og seljanda. Þá heldur enginn einn aðili utan um heildarumfang viðskipta eða uppruna kaup- og sölutilboða. Þó má tína til ýmsa áhrifaþætti sem kunna að skýra styrkingu krónu þar undanfarið. Minnkandi áhættufælni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum kann að leika hér hlutverk eins og raunin var á innlendum gjaldeyrismarkaði fyrir innleiðingu gjaldeyrishaftanna. Þróun flestra helstu kvarða á áhættufælni gefur til kynna að talsvert hafi dregið úr ótta fjárfesta við áhættu undanfarna mánuði. Minni munur á gengi krónunnar á aflandsmarkaði og innlendum markaði dregur úr ábata þess að fara framhjá gjaldeyrishöftunum. Kann minni munur á þessum tveimur mörkuðum að skýra að hluta af hverju velta á innlendum markaði hefur aukist, krónan haldist nokkuð stöðug undanfarið og Seðlabankinn þurft minna að verja gengi krónunnar með inngripum en svo virðist sem september hafi verið umfangsminnsti mánuður ársins í inngripum á gjaldeyrismarkaði. Minni munur á innlendum gjaldeyrismarkaði og aflandsmarkaði ber einnig með sé að minni líkur séu á umtalsverðu gengisfalli við afnám gjaldeyrishafta en oft hefur gengi krónunnar á aflandsmarkaði verið talinn mælikvarði á hvert krónan myndi fara ef og þegar höft verða afnumin. Hvort gengi krónunnar myndi staldra þar við eftir flot skal ósagt látið en hins vegar má draga þá ályktun af þróun krónunnar á aflandsmarkaði að líkur á verulegu gengisfalli við afnám gjaldeyrishafta hafi minnkað undanfarið.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira