Viðskipti innlent

Vilja- og getuleysi ríkisstjórnar er óskiljanlegt

"Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. "síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta."

Í tilkynningu segir að Samtök Iðnaðarins (SI) hafa ítrekað gagnrýnt vinnubrögð stjórnvalda í tengslum við nýtingu orkuauðlinda og tengda atvinnustarfsemi. Á síðustu tveimur vikum hefur stjórn SI sent frá sér tvær ályktanir um þessi efni.

Það virðist uppi grundvallarágreiningur í þessum efnum í ríkisstjórninni, ágreiningur sem hún ræður ekki við. Það leiðir til þess að atvinnulíf í landinu líður, kreppan dregst á langinn og einstakir fjárfestar verða fyrir tjóni.

"Haltu mér slepptu mér pólitík ríkisstjórnarinnar gengur ekki lengur. Úr þessu þarf að leysa án tafar," segir Jón Steindór í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×