Viðskipti innlent

Vöruskiptin gætu orðið jákvæð um 85 milljarða í ár

Miðað við þróunina það sem af er ári teljur greining Íslandsbanka ekki úr vegi að ætla að afgangur af vöruskiptum á yfirstandandi ári geti orðið á bilinu 80 - 85 milljarðar kr., sem jafngildir u.þ.b. 6% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að útlit er fyrir að afgangur af vöruskiptum verði áfram verulegur, þótt hann hafi trúlega verið með mesta móti í ágústmánuði.

Innflutningur fjárfestingarvara, einkabifreiða og varanlegra neysluvara mun áfram verða með minnsta móti að mati greiningarinnar.

Auk þess hefur álverð hækkað verulega á síðustu mánuðum og vísbendingar eru um að verð á sjávarafurðum fari einnig hækkandi. Slík þróun er afar jákvæð, enda styðja batnandi viðskiptakjör alla jafna við raungengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×