TM lánaði Samherja milljarð til að kaupa hlut í TM Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 9. nóvember 2009 18:29 Tryggingarmiðstöðin, undir forystu Óskars Magnússonar, braut lög þegar félagið lánaði Samherja einn milljarð króna til að kaupa hlut í sjálfu sér árið 2006. Óskar segir að endurskoðandi hafi gert athugasemdir við lánið. Fjármálaeftirlitið hunsaði kvörtun stjórnarmanna TM vegna málsins. Óskar Magnússon var forstjóri TM frá árinu 2004 og lét af störfum seint í hittiðfyrra. Á meðan Óskar stýrði félaginu og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, aðstoðarmaður Guðbjargar Matthíasdóttur þá stærsta eiganda TM, var stjórnarformaður fór fram mikil valdabarátta um yfirráð í félaginu. Vorið 2006 voru stærstu hluthafar félagsins Kristinn ehf, í eigu Guðbjargar og félög tengd fjárfestingarfélaginu Sundi. Aðrir smærri hluthafar voru tengdir Guðbjörgu, s.s. félög í eigu Geirs Zöega og fjölskyldu og Gunnlaugur Sævar sjálfur. Sund sem átti um 38% hlut vildi stækka við sig vorið 2006. Þá ákvað Gunnlaugur Sævar að efna kaupréttarsamning við Óskar sem á sama tíma veitti stærsta útgerðarfélagi landsins, Samherja, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, lán upp á einn milljarð króna til að kaupa eigin bréf Tryggingarmiðstöðvarinnar. Samherji var þá einn af stærstu viðskiptavinum TM sem aftur átti 10% hlut í útgerðarfélaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lánveitingin aldrei borin undir stjórn félagsins. Þegar hún hvissaðist út tóku nokkrir stjórnarmenn sig til og sendu kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Liður í þeirri kvörtun var umrætt lán til Samherja en þeir lögfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja lánið hafa verið ólöglegt. Í hlutafélagalögum segir að hlutafélag megi ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í málið hjá Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur Samherji nú greitt upp lánið. Óskar, Guðbjörg og Þorsteinn Már eru í dag hluthafar í Þórsmörk sem á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Óskar sagði í samtali við fréttastofu að endurskoðandi hafi gert athugasemd við frágang á lánveitingunni og hefði málið strax verið sett í annan farveg. Þannig hefði hann skilið við málið þegar hann lét af störfum. Hann segir eðlilegt að lánveitingin og salan á eigin bréfum félagsins til Samherja hafi ekki verið borin undir stjórnina. Þá kannast Óskar ekki við að valdabarátta hafi verið um yfirráð félagsins. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Tryggingarmiðstöðin, undir forystu Óskars Magnússonar, braut lög þegar félagið lánaði Samherja einn milljarð króna til að kaupa hlut í sjálfu sér árið 2006. Óskar segir að endurskoðandi hafi gert athugasemdir við lánið. Fjármálaeftirlitið hunsaði kvörtun stjórnarmanna TM vegna málsins. Óskar Magnússon var forstjóri TM frá árinu 2004 og lét af störfum seint í hittiðfyrra. Á meðan Óskar stýrði félaginu og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, aðstoðarmaður Guðbjargar Matthíasdóttur þá stærsta eiganda TM, var stjórnarformaður fór fram mikil valdabarátta um yfirráð í félaginu. Vorið 2006 voru stærstu hluthafar félagsins Kristinn ehf, í eigu Guðbjargar og félög tengd fjárfestingarfélaginu Sundi. Aðrir smærri hluthafar voru tengdir Guðbjörgu, s.s. félög í eigu Geirs Zöega og fjölskyldu og Gunnlaugur Sævar sjálfur. Sund sem átti um 38% hlut vildi stækka við sig vorið 2006. Þá ákvað Gunnlaugur Sævar að efna kaupréttarsamning við Óskar sem á sama tíma veitti stærsta útgerðarfélagi landsins, Samherja, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, lán upp á einn milljarð króna til að kaupa eigin bréf Tryggingarmiðstöðvarinnar. Samherji var þá einn af stærstu viðskiptavinum TM sem aftur átti 10% hlut í útgerðarfélaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lánveitingin aldrei borin undir stjórn félagsins. Þegar hún hvissaðist út tóku nokkrir stjórnarmenn sig til og sendu kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Liður í þeirri kvörtun var umrætt lán til Samherja en þeir lögfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja lánið hafa verið ólöglegt. Í hlutafélagalögum segir að hlutafélag megi ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í málið hjá Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur Samherji nú greitt upp lánið. Óskar, Guðbjörg og Þorsteinn Már eru í dag hluthafar í Þórsmörk sem á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Óskar sagði í samtali við fréttastofu að endurskoðandi hafi gert athugasemd við frágang á lánveitingunni og hefði málið strax verið sett í annan farveg. Þannig hefði hann skilið við málið þegar hann lét af störfum. Hann segir eðlilegt að lánveitingin og salan á eigin bréfum félagsins til Samherja hafi ekki verið borin undir stjórnina. Þá kannast Óskar ekki við að valdabarátta hafi verið um yfirráð félagsins.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent