Viðskipti innlent

Gylfi segir eignir bresku bankanna ekki duga að fullu

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

Eignir föllnu íslensku bankanna duga ekki til að borga öllum kröfuhöfum í Bretlandi að fullu. Þetta sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, í viðtali við Sky fréttastöðina bresku í gærkvöldi.

Viðskiptaráðherra var gestur í fréttaþættinum Jeff Randall Live á fréttastöðinni Sky í gærkvöldi. Þar var hann spurður hvernig íslensk stjórnvöld ætluðu að tryggja að bresk sveitarfélög fengu til baka þann rúma milljarð punda sem þau hefðu lagt inn í föllnu íslensku bankana í Bretlandi.

Gylfi sagði að eins og aðrir kröfuhafar yrðu þau að bíða meðan verið væri að ganga frá sölu eigna í gömlu bönkunum. Beðið yrði með að selja til að tryggja hámarksverð og þetta myndi því taka nokkurn tíma. Flestir kröfuhafar væru ánægðir með að ekki væri rokið í að selja eignir á brunaútsölu.

Þá var Gylfi spurður hvort hann gæti lofað því að kröfuhafar á borð við bresk sveitarfélög sem Ísland skuldi rúma milljarða punda fengju peningana sína aftur á endanum. Gylfi sagði að íslenska ríkið myndi standa við allar skuldbindingar sínar hvað varðaði inneignir sem innistæðutryggingar tækju til en ekki yrðu allar innistæður borgaðar út í fullu þegar komið væri umfram það.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×