Innlent

BSRB búið að semja við ríkið

Að sjálfsögðu var hrært í vöfflur að lokinni undirskrift.
Að sjálfsögðu var hrært í vöfflur að lokinni undirskrift.

Undirritað hefur verið samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðildarfélaga BSRB við ríkið. Gildistími er til 30. nóvember 2010. Í samkomulaginu felast leiðréttingar á lægstu launum eins og gert var ráð fyrir í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar frá 25. júní. Persónu- og orlofsuppbót hækka. Þá er í samningnum sérstakt ákvæði um Starfsendurhæfingarsjóð.Í bókunum er m.a. að finna nýtt ákvæði um aðkomu aðildarfélaga BSRB að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Nú að lokinni undirskrift fer samningurinn í kynningu meðal félagsmanna og síðan í atkvæðagreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×