400 milljóna skattur til Samtaka iðnaðarins 14. desember 2009 05:30 Í Samtökum iðnaðarins (SI) mætast stórfyrirtæki eins og Actavis, Alcan og Alcoa annars vegar og hins vegar hvers konar smáfyrirtæki sem stunda iðnaðarstarfsemi. 0,08 prósent af veltu iðnfyrirtækja eru innheimt sem skattur og skilað til SI.Fréttablaðið/Stefán karlsson Ríkissjóður leggur fram 400 milljónir króna í ár til að standa undir rekstri Samtaka iðnaðarins (SI) með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Gjaldið samsvarar 0,08 prósentum af veltu allra iðnaðarfyrirtækja í landinu. Fyrirtækjum sem stunda iðnrekstur í landinu er skylt samkvæmt lögum að greiða gjaldið eins og hvern annan skatt. Ríkisfyrirtæki, álver og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hafa þó verið undanþegin gjaldinu. Af því sem innheimtist renna 95 prósent í gegnum ríkissjóð til SI. Ríkissjóður heldur eftir fimm prósentum af því sem innheimtist og stendur þannig undir kostnaði við innheimtuna. SI eru hagsmunasamtök og hafa meðal annars að markmiði að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Sum iðnfyrirtæki kjósa að standa utan samtakanna en greiða gjaldið engu að síður. Félagsgjald er einnig innheimt af félögum. Félagsgjöld skiluðu SI 122 milljóna króna tekjum á síðasta ári, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Iðnaðarmálagjald hefur verið lagt á frá 1975. Núgildandi lög eru frá 1993. Undanfarin tvö ár hefur iðnaðarmálagjald skilað mun meiri tekjum en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. 2008 var áætlað að gjaldið skilaði um 260 milljónum króna. Þegar upp var staðið kom í ljós að ríkið hafði innheimt 502 milljónir króna, eða nær tvöfalt meira en áætlað var. Af því áttu um 476 milljónir að renna í gegnum ríkissjóð til SI. Með sama hætti er nú ljóst að iðnaðurinn hefur greitt mun hærra iðnaðarmálagjald árið 2009 en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, þótt samdrátturinn sé talsverður frá 2008. Þetta sést í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem Alþingi hefur til meðferðar. Þar kemur fram að iðnaðarmálagjald mun skila 420 milljónum króna, eða 120 milljónum króna meira en fjárlög áætluðu. Af því munu Samtök iðnaðarins fá 400 milljónir. Í fjárlagafrumvarpi 2010 var gert ráð fyrir 300 milljóna króna tekjum af iðnaðarmálagjaldi. Í breytingartillögu sem lögð var fram á laugardaginn var tekjuáætlunin hækkuð í 420 milljónir á árinu 2010. peturg@frettabladid.is Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Ríkissjóður leggur fram 400 milljónir króna í ár til að standa undir rekstri Samtaka iðnaðarins (SI) með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Gjaldið samsvarar 0,08 prósentum af veltu allra iðnaðarfyrirtækja í landinu. Fyrirtækjum sem stunda iðnrekstur í landinu er skylt samkvæmt lögum að greiða gjaldið eins og hvern annan skatt. Ríkisfyrirtæki, álver og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hafa þó verið undanþegin gjaldinu. Af því sem innheimtist renna 95 prósent í gegnum ríkissjóð til SI. Ríkissjóður heldur eftir fimm prósentum af því sem innheimtist og stendur þannig undir kostnaði við innheimtuna. SI eru hagsmunasamtök og hafa meðal annars að markmiði að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Sum iðnfyrirtæki kjósa að standa utan samtakanna en greiða gjaldið engu að síður. Félagsgjald er einnig innheimt af félögum. Félagsgjöld skiluðu SI 122 milljóna króna tekjum á síðasta ári, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Iðnaðarmálagjald hefur verið lagt á frá 1975. Núgildandi lög eru frá 1993. Undanfarin tvö ár hefur iðnaðarmálagjald skilað mun meiri tekjum en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. 2008 var áætlað að gjaldið skilaði um 260 milljónum króna. Þegar upp var staðið kom í ljós að ríkið hafði innheimt 502 milljónir króna, eða nær tvöfalt meira en áætlað var. Af því áttu um 476 milljónir að renna í gegnum ríkissjóð til SI. Með sama hætti er nú ljóst að iðnaðurinn hefur greitt mun hærra iðnaðarmálagjald árið 2009 en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, þótt samdrátturinn sé talsverður frá 2008. Þetta sést í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem Alþingi hefur til meðferðar. Þar kemur fram að iðnaðarmálagjald mun skila 420 milljónum króna, eða 120 milljónum króna meira en fjárlög áætluðu. Af því munu Samtök iðnaðarins fá 400 milljónir. Í fjárlagafrumvarpi 2010 var gert ráð fyrir 300 milljóna króna tekjum af iðnaðarmálagjaldi. Í breytingartillögu sem lögð var fram á laugardaginn var tekjuáætlunin hækkuð í 420 milljónir á árinu 2010. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira