Viðskipti innlent

AGS leggur til sameiningu smærri sveitarfélaga

Stefnt skal að sameiningu smærri sveitarfélaga með það að markmiði að lækka rekstrarkostnað, og þá sérstaklega fastakostnað, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið þýða á íslensku útdrátt úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins „Strengthening the Budget Framework" sem sjóðurinn sendi frá sér í mars 2009 vegna mikilvægrar umfjöllunar í skýrslunni um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þar er meðal annars kveðið á um eflingu fjárlaga- og fjárhagsáætlunargerðar og sett fram tillaga um sameiningu sveitarfélaga.

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að í 4. kafla skýrslunnar sé fjallað sérstaklega um fjármálastjórn sveitarfélaga og samræmingu milli ríkisvaldsins og sveitarfélaga. Íslenska þýðingu má finna hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×