Svikahrappur olli háu olíuverði Gunnar Örn Jónsson skrifar 3. júlí 2009 13:59 Mynd/AP Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér. Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér.
Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira