Innlent

Kostur opnar en ekki hægt að kaupa neitt

Jón Gerald Sullenberger ásamt iðnaðarmanni í versluninni.
Jón Gerald Sullenberger ásamt iðnaðarmanni í versluninni.

Verslunin Kostur í Kópavogi hefur opnað en vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að versla neitt.

Búðin átti að opna klukkan ellefu í morgun en því var frestað vegna bilanna. Reynt var að ráða fram úr því og stefnt á að opna búðina á milli eitt og tvö í dag.

Það hefur ekki enn tekist. Því hefur verið brugðið á það ráð að opna búðina fyrir þá sem vilja koma og skoða.

Unnið var að því í alla nótt að laga það sem aflaga fór. Það hefur þó ekki gengið eftir.


Tengdar fréttir

Opnun Kosts frestað

Fyrirhugað var að opna matvöruverslunina Kost í dag klukkan ellefu.

Jón vonast til þess að opna um hádegið

„Við erum að vonast til þess að geta opnað upp úr hádeginu,“ segir Jón Gerald Sullenberger en verslun hans, Kostur, átti að opna klukkan ellefu í dag. Opnuninni hefur verið frestað vegna tæknilegra örðugleika en almenningur er þegar farið að streyma í verslunina að sögn Jóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×