Kobe með flautukörfu í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2009 09:19 Kobe Bryant í leik með LA Lakers. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103 NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103
NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira