Njarðvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sjötta heimasigrinum í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið vann 99-47 sigur á botnliði Iceland Express deildar karla, FSu.
Njarðvíkurliðið var 25-11 yfir eftir fyrsta leikhluta og forustan var orðin 34 stig í hálfleik, 59-25.
FSu skoraði á endanum aðeins 47 stig sem þýddi að Njarðvíkurliðið er búið að fá á sig undir 70 stig í fjórum heimaleikjum í röð í deildinni.
Njarðvíkingar verða því með jafnmörg stig og Stjarnan og KR um hátíðirnar en sitja í 2. sætinu þar sem liðið tapaði innbyrðisleiknum á móti Garðbæingum.
Njarðvík-FSu 99-47 (59-25)
Stig Njarðvíkur: Guðmundur Jónsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 16, Magnús Þór Gunnarsson 16 (9 stoðsendingar), Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Kristján Rúnar Sigurðsson 8, Elías Kristjánsson, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Páll Kristinsson 6, Friðrik Stefánsson 5, Grétar Garðarsson 3, Hilmar Hafsteinsson 2.
Stig FSu: Kjartan Kárason 13, Dominic Baker 11, Aleksas Zimnickas 9, Dominik Peter 8, Jake Wyatt 6 (11 fráköst).
Njarðvíkingar áfram ósigraðir í Ljónagryfjunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

