Viðskipti innlent

Baugur: Misskilningur í Telegraph

Stefán H. Hilmarsson.
Stefán H. Hilmarsson.

Fjármálastjóri Baugs segir að blaðamaður Telegraph misskilji hlutina þegar hún segir í grein í dag að endurskoðendur félagsins í Bretlandi hafi haft áhyggjur af Baugi strax árið 2007. Vísir greindi frá fréttinni í morgun.

Í hádegisfréttum kom fram hjá Stefáni Hilmarssyni, fjármálastjóra Baugs að umræddur ársreikningur sé undirritaður í janúar 2009 og því sé miðað við þann dag en ekki árslok 2007. Endurskoðendur meti alltaf rekstrarhæfi miðað við þann dag sem þeir skrifi undir ársreikninga en ekki við lok þess tímabils sem verið er að skoða.

Þess vegna segi þessi athugasemd í ársreikningnum ekkert um fjárhagsstöðu Baugs Group hf í lok árs 2007 heldur að vafi hafi leikið á rekstrarhæfi fyrirtækisins þann 9 janúar 2009.

Miðað við þær aðstæður sem ríkja hér á fjármálamarkaði í kjölfar bankahrunsins hafi sú niðurstaða ekki komið á óvart.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×