Viðskipti innlent

Baugur í vandræðum strax árið 2007

Endurskoðendur Baugs í Bretlandi höfðu verulegar áhyggjur af félaginu strax árið 2007 og sögðu í athugasemdum sínum við ársreikning fyrir það ár að óvissa væri uppi sem gæti vakið upp efasemdir um að Baugur gæti haldið áfram í rekstri. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Telegraph.

Athugasemdirnar frá endurskoðendum KPMG hefðu átt að verða opinberar í október á síðasta ári en Baugur í Bretlandi skilaði ekki ársreikningi sínum fyrir árið 2007 fyrr en í febrúar í ár, skömmu áður en félagið fór í greiðslustöðvun.

KPMG bendir á að Baugur UK hafi verið mjög háð móðurfélaginu á Íslandi, sem leiddi til þess að endurskoðendurnir í Bretlandi fengu litlar upplýsingar um hvaðan fjármagn til félagsins væri tilkomið.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×