Jól á framandi slóðum 24. desember 2009 07:00 Stórfjölskylda Eydísar kom saman og hóf hátíðarhöldin á miðnætti. Þá var sungið og spilað á harmonikku fram eftir nóttu. „Þetta var allt öðruvísi upplifun,“ segir Eydís Rún Jónsdóttir. Hún eyddi síðustu jólum í borginni Feira de Santana í Brasilíu, þar sem hún var skiptinemi. „Við settum upp jólatré í byrjun desember en eftir það var eiginlega enginn jólaundirbúningur hjá fjölskyldunni fyrr en á aðfangadag. Þá fórum við í matarboð til frænku minnar þarna úti þar sem stórfjölskyldan kom öll saman,“ segir hún. Ekki mátti hefja hátíðarhöldin fyrr en á miðnætti. „Allir mættu með lítinn pakka, dreginn var miði og hver og einn fékk eina gjöf. Svo var sungið og spilað á harmonikku fram eftir nóttu; það var steikjandi hiti enda hásumar.“ Eydís tók sig þó til á Þorláksmessu, þegar fjölskyldan hennar var farin að sofa, og skreytti húsið að innan. „Það var nokkuð sem þau höfðu aldrei upplifað, þau hágrétu og fannst þetta alveg æðislegt.“ Eydís segir marga ættingjanna hafa ferðast í marga klukkutíma til að eyða jólunum saman. „Þetta snerist meira bara um kærleikann og að njóta tímans saman, ekkert jólastress eins og hér á Íslandi.“ Sandra Espersen bjó í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum jólin 2007 þar sem hún vann sem flugfreyja. „Þar eru þetta bara venjulegir dagar og ekkert sérstakt. Maður kemst ekki í mikla jólastemningu. Það var samt haldið upp á íslamska nýja árið um svipað leyti, og það voru nokkrar seríur uppi hér og þar,“ segir Sandra. Hún bjó með tveimur íslenskum stelpum sem störfuðu einnig sem flugfreyjur. „Við báðum um að vera að vinna saman yfir jólin. Við gátum ekki hugsað okkur að ein yrði í Pakistan og önnur föst í Abú Dabí og sú þriðja enn annars staðar. Við fengum að fara til Dublin þar sem okkur hafði verið sagt að jólastemningin væri góð.“ Það reyndist þó öðruvísi en þær höfðu vonað. „Það var lokað alls staðar klukkan sex svo við enduðum þrjár í náttfötum á hótelherberginu með hamborgara, franskar og míníbarinn. Þetta voru eftirminnileg jól, en það er ekkert betra en jólin sem við höldum hérna heima.“ thorunn@frettabladid.is aðfangadagur Karen, Svanhvít og Sandra í vinnunni á aðfangadag.um jólin Ekki er jólalegt um að lítast í Abú Dabí í desember.með fjölskyldunni Eydís með hluta fjölskyldunnar í Brasilíu. Sumir ferðuðust í marga klukkutíma til að geta eytt kvöldinu með fjölskyldunni. Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
„Þetta var allt öðruvísi upplifun,“ segir Eydís Rún Jónsdóttir. Hún eyddi síðustu jólum í borginni Feira de Santana í Brasilíu, þar sem hún var skiptinemi. „Við settum upp jólatré í byrjun desember en eftir það var eiginlega enginn jólaundirbúningur hjá fjölskyldunni fyrr en á aðfangadag. Þá fórum við í matarboð til frænku minnar þarna úti þar sem stórfjölskyldan kom öll saman,“ segir hún. Ekki mátti hefja hátíðarhöldin fyrr en á miðnætti. „Allir mættu með lítinn pakka, dreginn var miði og hver og einn fékk eina gjöf. Svo var sungið og spilað á harmonikku fram eftir nóttu; það var steikjandi hiti enda hásumar.“ Eydís tók sig þó til á Þorláksmessu, þegar fjölskyldan hennar var farin að sofa, og skreytti húsið að innan. „Það var nokkuð sem þau höfðu aldrei upplifað, þau hágrétu og fannst þetta alveg æðislegt.“ Eydís segir marga ættingjanna hafa ferðast í marga klukkutíma til að eyða jólunum saman. „Þetta snerist meira bara um kærleikann og að njóta tímans saman, ekkert jólastress eins og hér á Íslandi.“ Sandra Espersen bjó í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum jólin 2007 þar sem hún vann sem flugfreyja. „Þar eru þetta bara venjulegir dagar og ekkert sérstakt. Maður kemst ekki í mikla jólastemningu. Það var samt haldið upp á íslamska nýja árið um svipað leyti, og það voru nokkrar seríur uppi hér og þar,“ segir Sandra. Hún bjó með tveimur íslenskum stelpum sem störfuðu einnig sem flugfreyjur. „Við báðum um að vera að vinna saman yfir jólin. Við gátum ekki hugsað okkur að ein yrði í Pakistan og önnur föst í Abú Dabí og sú þriðja enn annars staðar. Við fengum að fara til Dublin þar sem okkur hafði verið sagt að jólastemningin væri góð.“ Það reyndist þó öðruvísi en þær höfðu vonað. „Það var lokað alls staðar klukkan sex svo við enduðum þrjár í náttfötum á hótelherberginu með hamborgara, franskar og míníbarinn. Þetta voru eftirminnileg jól, en það er ekkert betra en jólin sem við höldum hérna heima.“ thorunn@frettabladid.is aðfangadagur Karen, Svanhvít og Sandra í vinnunni á aðfangadag.um jólin Ekki er jólalegt um að lítast í Abú Dabí í desember.með fjölskyldunni Eydís með hluta fjölskyldunnar í Brasilíu. Sumir ferðuðust í marga klukkutíma til að geta eytt kvöldinu með fjölskyldunni.
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira