Viðskipti innlent

Straumur kaupir dönsku húsgagnakeðjuna Biva

Straumur hefur fest kaup á dönsku húsgagnakeðjunni Biva og kemur jafnframt með nýtt fjármagn inn í keðjuna. Þar með er vinnu 350 manns hjá Biva Möbler Odense bjargað fyrir horn.

Þetta kemur fram í frétt um málið í Berlingske Tidende. Biva Möbler Odense fór í greiðslustöðvun um áramótin en kaup Straums þýða að kröfuhafar fá kröfur sínar greiddar. HInsvegar verður eitthvað dregið úr fjölda starfsfólks og verslana á landsvísu.

Straumur kaupir Biva af Odin Equity Partners og Dania Capital en verðið sem Straumur gefur fyrir Biva kemur ekki fram í fréttinni.

Berlinske hefur eftir Oscar Crohn forstjóra Straums í Danmörku að þeir hafi keypt Biva og sett nýtt fjármagn í fyrirtækið þar sem rekstur þess sé traustur, markaðshlutdeildin góð, starfsfólkið duglegt og stjórnin sterk.

"Við sjáum möguleika í Biva og slík fyrirtæki vill Straumur gjarnan styðja og vera hluti af," segir Oscar Crohn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×