Viðskipti innlent

Kaupþing lánaði stærstu eigendum 478 milljarða

Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum 478 milljarða. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en blaðið hefur lánabók bankans frá 30. júní á síðasta ári undir höndum. Lánin eru gengisbundin en séu þau uppreiknuð miðað við stöðu krónunnar í dag eru þetta lánveitingar upp á rúmlega 573 milljarða.

Um er að ræða lán til Ágústs og Lýðs Guðmundssona, Ólafs Ólafssonar, Roberts Tchenguiz fyrrum stjórnarmanns Exista og félaga í þeirra eigu. Lánin voru ýmist veitt þeim sjálfum eða félögum í þeirra eigu á Íslandi, Hollandi og Tortola eyju. Lánveitingar til Bakkabræðra nema 169,1 milljörðum króna, 230,2 milljörðum til Tchenguiz og 78,9 milljörðum til Ólafs. Flest voru lánin veitt í gegnum Lúxemborg og Singer & Friedlander í Lundúnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×