Viðskipti innlent

Exista borgaði Kaupþingi 20 milljarði fyrir hrun

Kaupþing.
Kaupþing.

Forsvarsmenn Exista hf, sem var aðaleigandi Kaupþings fyrir bankahrun, segist hafa greitt 20 milljarða króna lán á síðasta ársfjórðungi síðasta árs til Kaupþings og neitar alfarið að hafa notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá bankanum.

 

Í lok september 2008 námu lánveitingar frá Kaupþingi banka um 16 prósent af heildarlánsfjármögnun Exista.

 

Þá segir í tilkynningu frá félaginu að fjármögnun Exista hafi frá árinu 2007 almennt farið fram án veðtrygginga í eignum félagsins.

 

Tugir alþjóðllegra banka hafa lánað Exista án veðtrygginga.

 

Um þessar mundir vinnur Exista að því að greiða lánveitendum sínum lán en markmiðið er að gera það á komandi árum samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

 

Tilkynningin í heild sinni:

 

Exista hf. vill í tilefni af fréttaflutningi um lánveitingar Kaupþings banka hf. til félagsins taka fram, að fjármögnun Exista hefur frá árinu 2007 almennt farið fram án veðtrygginga í eignum félagsins. Tugir alþjóðlegra banka hafa lánað Exista með sambærilegum skilmálum og Kaupþing án veðtrygginga. Um þessar mundir vinnur Exista með lánveitendum sínum að því að endurskipuleggja skuldbindingar félagsins með það að markmiði að endurgreiða þær á komandi árum.

 

Þá vill Exista taka fram að félagið dró úr lánum sínum hjá Kaupþingi yfir árið 2008 og greiddi niður lán sem nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi fyrir fall bankans. Í lok september 2008 námu lánveitingar frá Kaupþingi banka hf. um 16% af heildarlánsfjármögnun Exista hf.

 

Exista hafnar því fullyrðingum um að félagið hafi notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá Kaupþingi banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×